Sumarið hefst með Suður-Amerískri barrokktónlist

Sænski hópurinn Ensemble Villancico opnar hátíð sumarsins með suður-amerískri barokktónlist. Tónleikarnir verða haldnir í Skálholtskirkju sunnudaginn 29. júní kl. 20.

Ensemble Villancico var stofnað árið 1995 og hefur, undir stjórn Peters Pontvik, komið fram í yfir 25 löndum, þar á meðal í Skandinavíu, Þýskalandi, Ítalíu, Spáni og Suður-Ameríku. Árið 2001 vann hópurinn til Ivan Lukacic verðalunanna á tónlistarhátíðinni í Varazdin í Króatíu. Hann hefur gefið út fjölda geisladiska með suður-amerískri barokktónlist, síðast ‘Hy hy hy hy hy hy hy – The New Jungle Book of the Baroque’, sem gefinn var út af Caprice Records.

Frekari upplýsingar um Ensemble Villancico.

Posted in Tónlistarhátíð á Suðurlandi | Comments Off