Laugardagurinn 7. júlí

Kl. 14:00: Erindi í Skálholtsskóla, Hafdís Bjarnadóttir staðartónskáld
Kl. 15:00: Laude Illustre
Laude Illustre eru tónleikar með sjónrænu ívafi. Þar heyrast ítalskir “Laude” söngvar frá 13. og 14. öld og norsk þjóðlög. Myndskreytingin er unnin úr “stucco” málverkum úr kirkjum á Norðurlöndum frá sama tímabili.
Laude Illustre skipa söngkonurnar Agnethe Christensen og Gro Siri Johansen, fiðlarinn Elizabeth Gaver og vídeólistamaðurinn Björn Ross.
Laude Illustre glæðir lífi meginfrásagnir Biblíunnar bæði í myndmáli og á hinni fornu tungu Toscana héraðs auk harðangursfiðlutónlistar frá hinni norsku hefð. Einstakt samspil Norðurs og Suðurs.
Laude Illustre á Youtube

Kl. 17:00: Hafdís Bjarnadóttir staðartónskáld – sönghópurinn Hljómeyki

Ný tónlist fyrir kór og rafgítara við ljóð Einars Más Guðmundssonar
Flytjendur Sönghópurinn Hljómeyki, undir stjórn Mörtu G. Halldórsdóttur, og Hafdís Bjarnadóttir og Ragnar Emilsson, rafgítar

This entry was posted in Tónlistarhátíð á Suðurlandi. Bookmark the permalink.