Bachsveitin í Skálholti

12. júlí
Í dag er afmælisdagur Sumartónleika. Fyrstu tónleikarnir voru haldnir 12. júlí 1975.

Þessa vikuna dvelur Bachsveitin í Skálholti við æfingar undir stjórn slóvakíska fiðluleikarans Peters Spisskys. En Peter hefur komið og leitt sveitina árlega síðan sumarið 2008. Hann er jafnframt konsertmeistari barokksveitarinnar Concerto Copenhagen, og þar að auki eftirsóttur einleikari um allan heim.
Einleikarar og einsöngvarar með Bachsveitinni að þessu sinni eru Elfa Rún Kristinsdóttir fiðluleikari, Hallveig Rúnarsdóttir sópransöngkona og Eyjólfur Eyjólfsson tenórsöngvari

Tónleikadagskrá Bachsveitarinnar er sem hér segir:

Fimmtudagur 12. júlí kl. 20:00

LEIKHÚS OG LEIKANDI FIÐLUR
Henry Purcell (1659-1695): Svíta úr Dídó and Aeneas

Johann Georg Pisendel (1687-1755): Konsert í Es dúr fyrir fiðlu, strengi og fylgibassa
Einleikari Elfa Rún Kristinsdóttir

Georg Friederich Händel (1685-1759): Concerto Grosso op.6 nr.2 í F dúr

Henry Purcell (1659-1695): Amphitryon – eða – The Two Sosias

Þessi efnisskrá verður endurtekin laugardaginn 14. júlí kl. 17:00

Laugardagur 14. júlí kl. 15:00

YS OG ÞYS Í LONDON
Georg Friederich Händel (1685-1759): Úr Jephtha: Overture
Waft her, angels, through the skies
Úr Alcina: Tornami a vagheggiar
Un momento di contendo
Úr Rinaldo: Lascia ch´io pianga
Furie terribili

Henry Purcell (1659-1695): Chacony
Úr Dioclesian: Oh The sweet delights of love
Úr King Arthur: Fairest Isle
Úr Dido and Aeneas: Overture
Prelude – Come away, fellow sailors – The Sailors´ Dance
Thy hand Belinda – When I´m laid in earth
Úr Pausanias the Betrayer of His Country:
My dearest, my fairest
Einsöngvarar: Hallveig Rúnarsdóttir sópran og Eyjólfur Eyjólfsson tenór

Þessi efnisskrá verður endurtekin sunnudaginn 15. júlí kl. 15:00

This entry was posted in Tónlistarhátíð á Suðurlandi. Bookmark the permalink.