Voces Thules

Fimmtudagur 19. júlí:
Kl. 19:30 – Vesper I – Aðfangadagur Þorláksmessu

kl. 20:00 – Saltarinn og fjölradda söngur á 17. öld í Skálholti
Morgun- og kvöldsálmar frá 16. – 17. öld og trúarlegir tvísöngvar

Sönghópurinn Voces Thules var stofnaður 1991 og hefur skipað sér sess sem einn helsti tónlistarhópur á Íslandi á sínu sviði, en hann hefur verið leiðandi afl í rannsóknum og flutningi á íslenskri tónlistarhefð miðalda. Viðamesta verkefni hópsins til þessa er heildarflutningur, hljóðritun og útgáfa á Þorlákstíðum, einu merkasta af íslenskum tónlistarhandritum. Í tengslum við áherslu hópsins á miðaldatónlist hefur hópurinn komið sér upp nokkru safni miðaldahljóðfæra. Hópurinn flytur auk þess tónlist frá ýmsum tímum, m.a. verk íslenskra nútímatónskálda.
Voces Thules hafa haldið tónleika og tekið þátt í tónlistarhátíðum víða um heim, m.a. í 15 borgum í Japan þar sem hópurinn söng fyrir alls um 30 þúsund manns.
Hér á landi hefur hópurinn haldið tónleika víða um land og komið fram með Sinfóníuhljómsveit Íslands, Íslenska Dansflokknum, CAPUT og á Listahátíð í Reykjavík og Sumartónleikum í Skálholtskirkju. Hópurinn hlaut Íslensku tónlistarverðlaunin árið 2006 fyrir útgáfu sína á Þorlákstíðum og var tilnefndur til Tónlistarverðlauna Norðurlandaráðs árið 2009.

This entry was posted in Tónlistarhátíð á Suðurlandi. Bookmark the permalink.