Barokk vinnustofur

Þessa viku standa yfir barokkvinnustofur á vegum Sumartónleika í Skálholtskirkju, sem munu enda með tónleikum í Skálholtskirkju laugardaginn 28. júlí kl. 17 og sunnudaginn 29. júlí kl. 15. Þátttakendur eru Fjóla Nikulásdóttir sópran, Hildigunnur Einarsdóttir og Lilja Dögg Gunnarsdóttir mezzósópransöngkonur, Bragi Jónsson bassi, Anna Garðarsdóttir fiðluleikari, Hildur Heimisdóttir sellóleikari, sem leikur á tenórfiðlu, Hallgrímur Jensson sellóleikari, Alexandra Kjeld kontrabassaleikari auk organista Skálholtsdómkirkju, Jóns Bjarnasonar. Leiðbeinandi er Sigurður Halldórsson, listrænn stjórnandi Sumartónleika.
Opin vinnustofa verður í Skálholtskirkju á fimmtudagskvöldið 26. júlí kl. 20:00

This entry was posted in Tónlistarhátíð á Suðurlandi. Bookmark the permalink.