Laugardagur 28. júlí

Í dag, 28. júlí kl. 15:00 verða portraittónleikar Hallvarðs Ásgeirssonar þar sem 8 verk hans verða flutt. Með Hallvarði leika Anna Garðarsdóttir á fiðlu, Hallgrímur Jensson á selló og Alexandra Kjeld á kontrabassa

Kl. 17:00 og á morgun kl. 15:00 verða tónleikarnir helgaðir ungum og efnilegum tónlistarmönnum sem hafa síðustu daga sótt vinnustofur í endurreisnar- og barokkverkum undir leiðsögn Sigurðar Halldórssonar.
Flytjendur verða: Alexandra Kjeld kontrabassi, Anna Garðarsdóttir fiðla, Bragi Jónsson bassi, Fjóla Kristín Nikulásdóttir sópran, Hallgrímur Jensson selló, Hildigunnur Einarsdóttir alt, Hildur Heimisdóttir tenórfiðla, Lilja Dögg Gunnarsdóttir mezzosópran auk organista Skálholtskirkju, Jóni Bjarnasyni.

Efnisskráin er eftirfarandi:
Efnisskrá:

Ludwig Senfl:
- Lamentatio – Carmen, í 4 röddum
- Carmen in re, í 4 röddum
- Carmen in re, í 4 röddum

William Byrd:
- Lord, to thee I make my moan í 5 röddum – útlegging á sálmi 130 eftir William Whittingham

Johann Christoph Bach:
- Ach, dass ich Wassers gnug – Lamento fyrir altrödd, fiðlu, 3 víólur, víolóne og orgel

William Byrd:
Triumph with pleasant melody í 5 röddum – samtal Krists og syndarans

Dietrich Buxtehude:
- Mit Fried und Freud ich fahr dahin – 4 kontrapunktsverk yfir cantus firmus fyrir sópran, bassa og fjögur hljóðfæri
- Klaglied – fyrir sópran, tvær víólur og continuo

Johann Sebastian Bach:
- Úr kantötu BWV 106, Gottes Zeit, eða Actus tragicus – „In deine Hände”, „Heute wirst du mit mir in Paradies sein” og „Mit Fried und Freud” fyrir altrödd og bassa

Johann Heinrich Schmelzer:
- Sonata Lamentevole, fyrir fiðlu, tvær víólur og continuo í B

Johann Sebastian Bach:
- Úr kantötu BWV 202, Weichet nur betrübte Schatten eða Brúðkaupskantötu – „Die Welt wird wieder neu” og „Phöbus eilt mit schnellen Pferden” fyrir sópran

Henry Purcell:
- Úr Dido og Eneasi, „Thy hand Belinda” og „When I am Laid in Earth”

Giovanni Perluigi da Palestrina:
- Pater noster – mótetta í 5 röddum

This entry was posted in Tónlistarhátíð á Suðurlandi. Bookmark the permalink.