Dagskrá Sumartónleika 2013

Nú eru komin drög að dagskrá Sumartónleika 2013. Sjá yfirlit hér að neðan:

Norski kammerkórinn Christians Consort flytur trúarleg norsk þjóðlög, rómantíska tónlist eftir Bruckner og Rachmaninoff ásamt verkum eftir lettneska tónskáldið Rihards Dubra undir stjórn Martin Pearson. Laugardaginn 29.6. kl. 15:00 og sunnudaginn 30.6. kl. 15:00.

Caput: Semballeikarinn Guðrún Óskarsdóttir flytur verk eftir Louis Couperin, Leif Þórarinsson og Kolbeinn Bjarnason. Fimmtudaginn 4.7. kl. 20:00 og laugardaginn 6.7. kl. 20:00.

Kammerhópurinn Caput flytur tvær tónleikadagskrár með verkum eftir Claude Debussy, Kolbein Bjarnason og Huga Guðmundsson. Laugardaginn 6.7. kl. 15:00 og sunnudaginn 7.7. kl. 15:00.

Lokatónleikar þátttakenda í barokknámskeiði. Laugardaginn 6.7. kl. 17:00.

Kammerkórinn Hljómeyki frumflytur verk eftir staðartónskáld sumarsins, Hreiðar Inga Þorsteinsson undir stjórn Mörtu G. Halldórsdóttur. Laugardaginn 13.7. kl. 15:00 og sunnudaginn 14.7. kl. 15:00.

Sigurður Halldórsson og Dean Ferrell flytja tónlist frá 17. öldinni fyrir tenór- og bassafiðlur. Laugardaginn 13.7. kl. 17:00.

Skálholtskvartettinn flytur kvartetta eftir Mozart og strengjatríó eftir Schubert. Fimmtudaginn 18.7. kl. 20:00 og laugardaginn 20.7. kl. 20:00.

Kór Breiðholtskirkju flytur nýtt verk eftir Hróðmar I. Sigurbjörnsson, “Rennur upp um nótt”, sem samið er við ljóð Ísaks Harðarsonar og sálma nr. 138 og 150. Jafnframt flytjur kórinn mótettuna “Jesu Meine Freude” eftir J.S. Bach með hljóðfæraleikurum. Stjórnandi: Örn Magnússon. Laugardaginn 20.7. kl. 15:00.

Kammerhópurinn Nordic Affect, sem nýlega var tilnefndur til Tónlistarverðlauna Norðurlandaráðs, flytur verk eftir Purcell og Händel ásamt Benedikt Kristjánssyni tenór og Ágústi Ólafssyni baritón. Fimmtudaginn 25.7 kl. 20:00, föstudaginn 26.7. kl. 20:00 og laugardaginn 27.7. kl. 15:00.

Föstudaginn 26.7. heldur Ian Wilson, prófessor við Guildhall School of Music and Drama, blokkflautunámskeið sem lýkur með tónleikum nemenda kl. 17:00.

Breski kammerkórinn Bristol Bach Choir flytur endurreisnartónlist eftir Purcell, Tallis, Byrd og Zelenka ásamt nýrri verkum eftir Tavener, Lukaszewski og James MacMillan. Laugardaginn 27.7. kl. 17:00.

Bachsveitin í Skálholti flytur verk fyrir horn og strengi eftir Telemann ásamt konsert fyrir pikkólóselló eftir Tartini, með hornleikaranum Ellu Völu Ármannsdóttur og Sigurði Halldórssyni á pikkólóselló. Fimmtudaginn 1.8. kl. 20:00.

Kanadísk-íslenski fiðluleikarinn Kathleen Kajioka leiðir Bachsveitina í þýskri og ítalskri strengjatónlist frá 17. öldinni. Laugardaginn 3.8 kl. 15:00 & 17:00 og sunnudaginn 4.8. kl. 15:00.

This entry was posted in Tónlistarhátíð á Suðurlandi. Bookmark the permalink.