Masterklass með Ian Wilson

Ian WilsonBlokkflautuleikarinn Ian Wilson heldur námskeið í Skálholti þann 26. júlí kl. 15. Námskeiðið er opið öllum blokkflautunemendum sem og öðrum nemendum sem hafa áhuga á flutningi barokktónlistar.

Ian Wilson er einn fremsti blokkflautuleikari í heimi. Hann kennir við Guildhall School of Music and Drama en er jafnframt yfirkennari tréblásaradeildar Eton College. Hann hefur komið fram sem einleikari með helstu barokksveitum Evrópu, t.d. Helsinki Baroque Orchestra og Irish Baroque Orchestra ásamt öðrum hljómsveitum eins og BBC Filharmonic Orchestra.

Upplýsingar um námskeiðið

This entry was posted in Tónlistarhátíð á Suðurlandi. Bookmark the permalink.