Caput

CAPUT hópurinn hefur verið starfræktur síðan 1987, í upphafi sem sem lítill kammerhópur en óx snemma fiskur um hrygg og varð fljótt að heilli sinfóníettu. Caput getur skroppið saman, allt niður í einn einleikara, en líka þanið sig upp í 20 manna hóp. Meðal smárra eininga hópsins er „Caput-tríóið“ skipað Elísabetu Waage, hörpuleikara, Guðmundi Kristmundssyni, víóluleikara og Kolbeini Bjarnasyni, flautuleikara.

Framan af starfaði CAPUT mest megnis á Íslandi en hefur síðan 1992 komið víðar við og hefur leikið í 15 Evrópulöndum, Kanada, Bandaríkjunum og Japan á tónlistarhátíðum á borð við Haust í Varsjá, Gulbenkian í Lissabon, Holland Festival, Prag-maraþon, Alþjóðlegu tónlistarvikuna í Búkarest, New Concert Series í Toronto og Santa Cecilia í Róm.

CAPUT hlaut verðlaun Norræna tónskáldaráðsins 2011 fyrir ómetanlegt framlag til Norrænnar tónlistar. Caput er styrkt af Mennta- og menningarmálamálaráðuneytinu og Reykjavíkurborg.