Guðrún Óskarsdóttir

Guðrún ÓskarsdóttirGuðrún Óskarsdóttir hóf nám í semballeik hjá Helgu Ingólfsdóttur.  Framhaldsnám stundaði hún hjá Anneke Uittenbosch við Sweelinck Conservatorium í Amsterdam, hjá Jesper Böje Christensen í Scola Cantorum í Basel og hjá Francoise Lengéllé í París.  Guðrún hefur leikið inn  á hljómdiska og komið fram sem einleikari, meðleikari eða sem þátttakandi í kammertónlist á fjölmörgum tónleikum á Íslandi og víða í Evrópu og í Japan.  Hún er meðlimur í kammerhópnum Nordic Affect, Bach-sveitinni í Skálholti og Caput-hópnum.  Guðrún hefur einnig unnið í Íslensku óperunni, Strengjaleikhúsinu og með Íslenska dansflokknum. Hún hefur komið fram á ýmsum hátíðum og má þar nefna Listahátíð í Reykjavík, Ny musik i Suså og nútímatónlistarhátíðina í Takefu í Japan, þar sem hún frumflutti 3 verk fyrir flautu og sembal ásamt Kolbeini Bjarnasyni. Hún hefur tvisvar hlotið starfslaun listamanna, sex mánuði árið 2006 og tólf mánuði veturinn 2012-2013.