Dagskrá

Hér má fletta í gegnum dagskrárbækling Sumartónleika í Skálholti 2013.

Dagskrá Sumartónleika 2013

23.-30. júní

Sunnudagur 23. júní

15:00 Nostre dame: Sinfóníetta og raddir úr Listaháskólanum hita upp fyrir Sumartónleika og flytja þætti úr Missa de nostre dame eftir Machaut og verk eftir Arvo Pärt. Stjórnandi: Sigurður Halldórsson.

Laugardagur 29. júní

15:00 Ég heyrði rödd af himnum ofan: Norski kammerkórinn Christians Consort flytur trúarleg norsk þjóðlög, verk eftir Tallis, Gounod, Bruckner og Rihards Dubra, undir stjórn Martin Pearson. Flutt verður nýtt verk fyrir fimm básúnur og orgel eftir Úlfar Inga Haraldsson.

17:00 Orgel – Brass í Skálholtskirkju: Flutt verður blandað efni fyrir orgel og málmblástur. Martin Pearson orgelleikari ásamt málmblásturshóp undir stjórn Ara Hróðmarssonar.

Sunnudagur 30. júní

15:00 Ég heyrði rödd af himnum ofan: Endurtekið frá laugardegi 29. júní. 17:00 Guðsþjónusta: Með tónlist frá Sumartónleikum.

4.-7. júlí

Fimmtudagur 4. júlí

20:00 Einleiksverk fyrir sembal: Guðrún Óskarsdóttir leikur verk eftir Luis Couperin, Leif Þórarinsson og Kolbein Bjarnason.

Laugardagur 6. júlí

15:00 Einleiksverk fyrir sembal: Endurtekið frá fimmtudegi 4. júlí

17:00 Barokkvinnustofan: Lokatónleikar þátttakenda í barokkvinnustofu Sumartónleika.

Sunnudagur 7. júlí

15:00 Þjóðkvæði og sálmar: Skandinavíska tríóið Ulv flytur þjóðkvæði, sálma og gamla hljóðfæratónlist frá Svíþjóð, Eistlandi og Úkraínu. Lena Susanne Norin söngur, Agnethe Christensen söngur og kantele og Elizabeth Gaver miðaldafiðla.

17:00 Guðsþjónusta: Með tónlist frá Sumartónleikum. 

13.-14. júlí

Laugardagur 13. júlí

15:00 Að Jesú æðsta ein móðir glæsta: Hljómeyki ásamt hljóðfæraleikurum frumflytur verk eftir staðartónskáld sumarsins Hreiðar Inga Þorsteinsson undir stjórn Mörtu Halldórsdóttur. Einsöngur: Hildigunnur Einarsdóttir mezzosópran.

17:00 Útdauðar tegundir í sínu náttúrulega umhverfi: Sigurður Halldórsson og Dean Ferrel flytja tónlist frá 17. öld fyrir tenór- og bassafiðlur.

Sunnudagur 14. júlí

15:00 Að Jesú æðsta ein móðir glæsta: Endurtekið frá laugardegi 13. júlí.

17:00 Guðsþjónusta: Með tónlist frá Sumartónleikum.

18.-21. júlí

Fimmtudagur 18. júlí

20:00 Skálholtskvartettinn + 1: Skálholtskvartettinn flytur strengjakvintetta eftir L. Boccherini, Mozart, Bruckner og strengjatríó eftir Schubert. Jaap Schröder fiðla, Rut Ingólfsdóttir fiðla, Svava Bernharðsdóttir víóla, Sigurður Halldórsson selló og Hildigunnur Halldórsdóttir víóla.

Laugardagur 20. júlí

15:00 Rennur upp um nótt: Kór Breiðholtskirkju flytur verk eftir Hróðmar I. Sigurbjörnsson „Rennur upp um nótt“, samið við ljóð Ísaks Harðarsonar og sálma nr. 138 og 150. Jafnframt flytur kórinn mótettuna „Jesu Meine Freude“ eftir Bach með hljóðfæraleikurum. Marta G. Halldórsdóttir sópran og Hafsteinn Þórólfsson baritón. Stjórnandi: Örn Magnússon.

20:00 Dagrenning að kvöldi: Skálholtskvartettinn flytur kvartett nr. 4. „Sunrise“ og nr. 5 op. 76 eftir Haydn. Jaap Schröder fiðla, Rut Ingólfsdóttir fiðla, Svava Bernharðsdóttir víóla og Sigurður Halldórsson selló.

Sunnudagur 21. júlí – Skálholtshátíð

14:00 Hátíðarguðsþjónusta

16:30 Hátíðarsamkoma

20:00 Long Island Youth Orchestra: Long Island Youth Orchestra flytur verk eftir Brahms og ýmis 20. aldar tónskáld frá Bandaríkjunum undir stjórn Martin Dreiwitz.

25.-28. júlí

Fimmtudagur 25. júlí

20:00 Tónlist um stund: Kammerhópurinn Nordic Affect flytur verk eftir Purcell ásamt Hallveigu Rúnarsdóttur sópran, Benedikt Kristjánssyni tenór og Ágústi Ólafssyni baritón. Ian Wilson blokkflauta, Leo Chadburn blokkflauta, Halla Steinunn Stefánsdóttir fiða, Tuomo Suni fiðla, Natasha Kraemer selló og Guðrún Óskarsdóttir semball.

Föstudagur 26. júlí

15:00 Blokkflautumasterklass: Ian Wilson prófessor við Guildhall School of Music and Drama heldur blokkflautunámskeið.

20:00 Tónar frá Brook stræti: Kammerhópurinn Nordic Affect flytur verk eftir Händel og félaga hans frá London ásamt Hallveigu Rúnarsdóttur sópran og Benedikt Kristjánssyni tenór. Ian Wilson blokkflauta, Halla Steinunn Stefánsdóttir fiða, Tuomo Suni fiðla, Natasha Kraemer selló og Guðrún Óskarsdóttir semball.

Laugardagur 27. júlí

15:00 Tónlist um stund: Endurtekið frá fimmtudegi 25. júlí.

17:00 Bristol Bach Choir: Breski kammerkórinn Bristol Bach Choir flytur endurreisnartónlist og nýja tónlist. Stjórnandi: Christopher Finch

Sunnudagur 28. júlí

15:00 Meistarar barokksins: ReykjavíkBarokk flytur þýsk og ítölsk verk: hádramatískar kantötur þar sem spilað er á litróf tilfinningaskalans og sónötur, þ.á.m. Tríósónötu eftir Lotti fyrir traverso og gömbu. Flytjendur: Jóhanna Halldórsdóttir alt, Guðný Einarsdóttir semball, Diljá Sigursveinsdóttir fiðla, Íris Dögg Gísladóttir fiðla, Anna Hugadóttir víóla, Ólöf Sigursveinsdóttir selló, Kristín Lárusdóttir víóla da gamba, Helga Aðalheiður Jónsdóttir blokkflauta, Magnea Árnadóttir traversó flauta.

17:00 Guðsþjónusta: Með tónlist frá Sumartónleikum.

1.-4. ágúst

Fimmtudagur 1. ágúst

20:00 Horn og pikkolóselló: Kanadísk – íslenski fiðluleikarinn Kathleen Kajoka ásamt félögum úr Bachsveitinni í Skálholti flytja verk eftir Telemann, Tartini o.fl. með hornleikaranum Ellu Völu Ármannsdóttur og Sigurði Halldórssyni á pikkolóselló.

Laugardagur 3. ágúst

15:00 Bæn í baðstofunni: Fornir Íslenskir sálmar sungnir og leiknir á langspil. Júlía Traustadóttir sópran og Hildur Heimisdóttir langspil.

17:00 In stile moderno: Kathleen Kajoka ásamt félögum úr Bachsveitinni í Skálholti flytja þýska og ítalska strengjatónlist frá 17. öld.

Sunnudagur 4. ágúst

15:00 In stile moderno: Endurtekið frá laugardegi 3. ágúst.

17:00 Guðsþjónusta: Með tónlist frá Sumartónleikum.