Leggðu okkur lið

Við hvetjum alla til þess að leggja Sumartónleikum lið. Fjármögnun hátíðar sem þessarar er erfið og því reiðum við okkur á dygga stuðningsmenn og velunnara. Við viljum hvetja nýja áheyrendur til að koma og hlýða á góða tónlist, bæði nýja og gamla, sem annars væri ólíklegt að þeir fengju að njóta.

Hægt er að leggja hátíðinni lið með upphæð að eigin vali. Þeim sem leggja fram kr. 10.000 eða meira verður boðið í sérstakt lokahóf eftir tónleika 1. ágúst 2013.

Til að styðja Sumartónleika má millifæra valda upphæð á reikning Sumartónleika í Skálholtskirkju í Arion banka, nr. 0334-13-554431 kt. 700485-0809.

Vinsamlegast látið senda kvittun í tölvupósti á sumartonleikar.skalholt@gmail.com. Sendið tölvupóst á sama netfang með upplýsingum um nafn, netfang og heimilisfang svo við getum haft samband.