Eyrarrósin

Eyrarrósin 2011, viðurkenning fyrir afburða menningarverkefni á landsbyggðinni, kom í hlut Sumartónleika í Skálholtskirkju og veittu aðstandendur þeirra viðurkenningunni viðtöku við hátíðlega athöfn við á Bessastöðum í febrúar.

Dorrit Moussaieff forsetafrú, verndari Eyrarrósarinnar afhenti verðlaunin. Fjölmennt var við athöfnina en auk afhendingar viðurkenningarinnar flutti dúettinn Hundur í óskilum nokkur lög við góðar undirtektir gesta. Katrín Jakobsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra og Hrefna Haraldsdóttir stjórnandi Listahátíðar í Reykjavík fluttu ávörp.